Þegar Snæfellingar fengu Keflavík í heimsókn í kvöld, í Dominisdeild karla, var Hörður Axel Vilhjálmsson ekki með för og Andreé Fares Michelsson var með vottorð í leikfimi vegna veikinda hjá Snæfelli.

 

Magnús Már var hress og setti niður sex stig af 8 fyrstu stigum Keflavíkur í leiknum og Snæfell tók leikhlé 0-8. Snæfellkom eilítið til baka eftir að hafa verið undir 5-17 yfir í 13-20 en þegar fyrsta hluta lauk var staðan orðin 13-32 og Keflavík hafði náð 12-0 kafla, stálu auðveldlega boltun og hirtu fráköstin. Keflvíkingar voru 20 stigunum á undan 17-37 strax í öðrum hluta en Snæfellingar unnu annan hluta 25-22 og allt annað að sjá til þeirra þá og staðan í hálfleik 38-54 fyrir gestina.

 

Leikar voru nokkuð jafnir þó Keflvíkingar leiddu en þriðji leikhluti var þeirra með einu stigi og afskaplega slakur körfuboltalega séð hjá báðum liðum, hnoð, puð, mistök og staðan 58-74. 20 stiga forystuna var Snæfellingum erfitt að tæta niður og náðu þeir niður í 14 stig 55-69 með tveimur góðum þristum en staðan fljótt orðin 68-88 og liði. Snæfell gáfu þetta eftir undir lokin og Keflavík sigruðu 75-97.

 

Þáttaskilja leiðir hvar?

 

Hvar leiðir skildu var strax í fyrsta leikhluta þar sem Keflavík náðu 19 stiga forystu og voru ákveðnir í að setja tóninn fyrir þennan leik. Eftir það var leikurinn jafn en Snæfellingar höfðu ekki erindi í að rífa niður forystu gestana þrátt fyrir að vera engir eftirbátar Keflavíkur í þrjá leikhluta.

 

Hetjan

 

Amin Khalil Stevens var atkvæðamestur Keflavíkur og er útnefndur en ekki var hann að spila af neinni snilld þannig að hluta af hetjunni fær Magnúas Már Traustason sem var var nokkuð hress og gaman að sjá pilt setja niður sín 26 stig.

 

Tölur.

 

Það er ekki af mörgu að taka en Snæfellingar voru seinir í gang og Keflavík tóku alla lausu bolta í fyrsta hluta en þetta jafnaðist eftir sem leið eins og fráköst sem voru 44/45 en ef það var eitthvað þá eru það 23 tapaðir boltar Snæfells sem hangir á þeim. Eins og fyrr segir Amin K Stevens atkvæðamestur með 33 stig, 19 fráköst og 5 stolna bolta og Magnús Már með 26 stig. Hjá Snæfelli var Árni Elmar Hrafnsson með 14 stig, Sveinn Arnar 12 stig og Þorbergur Helgi 11 stig en þess má geta að Grundfirðingurinn öflugi Rúnar Ragnarsson var með 5 stig og 9 fráköst og eflist með hverjum leik.

 

Tölfræði leiksins

 

Myndasafn frá Sumarliða Ásgeirssyni

 

Umfjöllun / Símon B Hjaltalín