Aðeins þrír leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt. Stærsta frétt næturinnar líklegast það að Derrick Rose mætti ekki til leiks fyrir sína menn í New York Knicks gegn New Orleans Pelicans. Þjálfari liðsins lét hafa það eftir sér 90 mínútum fyrir leik að hann hefði ekki heyrt í Rose eða fengið nein boð þess að að hann myndi ekki vera með þeim í leiknum.

 

Í raun og verunni hefur það ekki verið gefið út afhverju Rose hafi ekki verið með eða einusinni látið vita af sér fyrir leikinn, en annar leikmaður liðsins, góðvinur hans Joakim Noah, sagðist hafa heyrt í kappanum og að það væri í lagi með hann, en hann hafi þurft að eiga við fjölskyldutengd vandamál.

 

Einhver virðast vandamálin þó vera fleiri heldur en þessi eini leikur Rose hjá Knicks. Samkvæmt heimildum hefur Rose verið mjög gagnrýninn á þjálfunaraðferðir Jeff Hornacek. Síðastliðinn föstudag tók svo mögulega botninn úr fyrir Rose þegar að þjálfarinn spilaði nýliðanum Ron Baker á undan honum í leik á móti Milwaukee Bucks.

 

Leiknum sjálfum töpuðu Knicks nokkuð örugglega 110-96, þar sem að leikmaður Pelicans, Anthony Davis, skoraði 40 stig og 18 fráköst á aðeins 29 mínútum spiluðum.

 

 

 

 

Úrslit næturinnar

Pelicans 110 – 96 Knicks

Thunder 109 – 94 Bulls

Mavericks 92 – 101 Timberwolves