Fjórir leikir fara fram í fjórtándu umferð Dominos deildar karla í dag. Sauðkrækingar heimsækja Njarðvík í Ljónagryfjunni en Njarðvík sigraði Stjörnuna i síðustu umferð og Tindastóll hefur verið á fínu róli uppá síðkastið. 

 

Í Hertz hellinum fær ÍR Skallagrím í heimsókn. ÍR vann fyrri viðureign liðanna í Borgarnesi en ljóst er að innbyrgðis viðureignir liðanna gætu vegið þungt í lok tímabils. Danero Thomas spilar sinn fyrsta leik fyrir ÍR í leiknum en Kristinn Marínósson er enn meiddur. 

 

Liðin sem mættust í úrslitaeinvíginu á síðasta tímabili mætast nú aftur í DHL-höllinni en Haukar unnu siðasta leik liðanna þar. Síðan þá hafa liðin hinsvegar átt misjöfnu gengi að fagna en KR er í efsta sæti deildarinnar en Haukar í fallsæti eftir 14 umferðir. 

 

Hólmarar leita enn að sínum fyrsta sigri á tímabilinu en nú eru það Þorlákshafnarbúar sem mæta í heimsókn. Þór Þ hafa unnið fjóra leiki í röð og ætla sér að halda þeim gír áfram. 

 

Alla leiki dagsins má finna hér að neðan:

 

Dominos deild karla:

 

Njarðvík -Tindastóll kl 19:15 (Í beinni á stöð 2 sport)

ÍR – Skallagrímur  kl 19:15

KR-Haukar kl 19:15 (Í beinni á KR TV)

Snæfell – Þór Þ kl 19:15

 

1.deild karla

 

FSu – ÍA

 

 

 

Mynd / Ómar Örn Ragnarsson – Borgnesingurinn Trausti Eiríksson leikmaður ÍR í baráttunni við Skallagrímsmennina Flenard Whitfield og Sigtrygg Arnar í fyrri leik liðanna á tímabilinu.