Landsliðsmaðurinn Hörður Axel Vilhjálmsson tekur þátt í styrktaruppboði á íþróttatreyjum fyrir Ástu yfirdólg. Knattspyrnumaðurinn Arnór Ingvi Traustason og handknattleiksmaðurinn Björgvin Páll Gústavsson taka einnig þátt í uppboðinu.

Ásta er ung kona sem greind var með mjög sjaldgæfa tegund sjálfsofnæmis sem kallast "Anti-Gad positive limbic encephalitis" og lýsir sér á afar stuttu og einföldu mannamáli svona:
Líkaminn ræðst á ákveðinn hluta heilans og heldur að hann sé óvinur sinn. Þetta veldur risa bólgum í heilanum sem reynt var að ná niður með sterum og með því að skipta út blóði, prófa skrilljón lyfja-kokteila (allt að 12 mismunandi lyf ofan í hvert annað á hverjum degi) ásamt fleiri aðferðum.

Ásta þurfti að hætta í doktorsnámin og býr núna hjá móður sinni í Danmörku og er í umsjón lækna þar. Hún getur ekkert unnið vegna veikindanna og lyfja- og læknakostnaður er mikill.

Nánar er hægt að lesa sér til um uppboðið hér og að sjálfsögðu fara á eftir treyju Harðar til styrktar góðu málefni.