Karfan.is náði tali af Hannesi S. Jónssyni formanni KKÍ í dag. Hannes sagði að stjórn Afrekssjóðs ÍSÍ yrði að svara því hversvegna Handknattleikssamband Íslands fengi alltaf umtalsvert hærri úthlutanir en Körfuknattleikssambandið.

Ertu ánægður með úthlutun afrekssjóðs ÍSÍ í ár?
Að sjálfsgöðu viljum við eins og allar aðrar íþróttagreinar fá meira úr sjóðnum. Við hjá KKÍ erum sátt í auganablikinu þar sem við vitum að enn á eftir að úthluta 100 milljónum sem verður gert í vor að loknu Íþróttaþingi. Þingið  mun þá búa til nýjar reglur um afrekssjóð og úthlutun þar sem ríkisvaldið er að auka fjármagn til afrekssjóð mjög mikið og þessum 100 milljónum verður úthlutað í samræmi við nýjar reglur í vor. Við gerum því ráð fyrir að fá mun meira í vor.
 
Af hverju fær Körfuknattleikssamband Íslands alltaf umtalsvert lægri fjárhæðir en Handknattleikssambandið við þessar úthlutanir?
Ég get ekki svarað því afhverju þetta er svona, því verður stjórn sjóðsins að svara. Við höfum spurt þessarar spurningar að sjálfsögðu en ekki fengið skýr svör.
 
Skilur þú muninn á milli KKÍ og HSÍ?

Í dag á ég erfitt með að skilja þennan mun því miður, handboltinn hefur gert margt gott og á skilið alla þá úthlutun sem þeir fá. Það er samt pínu sérstakt þegar verkefni og kostnaður landsliðanna hjá þessum tveimur greinum eru orðin mjög svipuð að þessi munur sé svona mikill.
 
Er þetta hæsta úthlutun í sögu afrekssjóðs til KKÍ?
Já enda framundan okkar stærsta ár með tvö lið á lokamótum, karlalandsliðið og U20 karla svo er kvennaliðið okkar á besta stað sem það hefur verið ásamt öllum hinum verkefnum yngri liðanna okkar.