Heil umferð fer fram í Dominos deild kvenna í dag. Deildin einkar jöfn og spennandi þetta tímabilið og því skipta leikirnir allir gríðarlegu máli. Helstan ber þó kannski að nefna slag Skallagríms og Stjörnunnar í Borgarnesi. Fyrir leikinn er Skallagrímur í 1.-2. sætideildarinnar ásamt Keflavík og hafa þær unnið síðustu fjóra leiki sína í deildinni. Heitasta lið deildarinnar, Stjarnan, er hinsvegar búið að vinna fimm síðustu leiki sína í deildinni og stefna óðfluga að Snæfelli í 3. sæti deildarinnar.

 

Staðan í deildinni

 

 

Leikir dagsins

 

Dominos deild kvenna:

Keflavík Grindavík – kl. 15:30 í beinni útsendingu Stöð 2 Sport

Njarðvík Snæfell – kl. 15:30

Skallagrímur Stjarnan – kl. 16:30

Valur Haukar – kl. 17:00