Haukar sigruðu Val, 72-64, í 16. umferð Dominos deildar kvenna fyrr í dag í Valsheimilinu. Eftir leikinn er Valur því í 6. sæti deildarinnar með 12 stig , en Haukar sæti neðar, í því 7. með 10.

 

Í fyrri hálfleik leiksins leit allt út fyrir að heimastúlkur myndu sigra þennan. Voru með tögl og haldir á leiknum. Sigra fyrsta leikhluta 22-14. Bæta svo bara við í öðrum og fara með 12 stiga forystu til búningsherbergja í hálfleik, 44-32.

 

Gestirnir úr Hafnarfirði mættu hinsvegar mun betur stemmdari til leiks í seinni hálfleiknum. Vinna hægt og rólega niður mun Vals. Eru aðeins 4 stigum undir fyrir lokaleikhlutann, 55-51. Í honum halda Haukar svo uppteknum hætti. Komast svo loksins yfir þegar um mínúta er liðin af 4. leikhlutanum með þriggja stiga skoti frá Þóru Kristínu Jónsdóttur. Byggja svo hægt en örugglega upp smá forystu á lokamínútunum. Sigra að lokum með mestu forystu sinni í leiknum, 8 stigum, 72-64.

 

 

Maður leiksins var nýr erlendur leikmaður Hauka, Nashika Williams, en hún skoraði 21 stig, tók 18 fráköst, gaf 7 stoðsendingar og varði 6 skot í þessari frumraun sinni fyrir Hafnarfjarðarfélagið.

 

Tölfræði leiks

Myndasafn

 

Mynd / Torfi Magnússon