Heil umferð er í Dominos deild kvenna í dag. Nokkuð spennandi leikir. Grindavík heimsækir Hauka í Schenker höllina, en liðin eru fyrir leikinn saman í neðsta sæti deildarinnar og í ljósi þess hversu erfiðlega liðunum gengur á móti öðrum liðum deildarinnar, einkar mikilvægt fyrir bæði lið að vinna þennan leik.

 

Baráttan við topp deildarinnar einning hörð þessa umferðina, þar sem að fjögur efstu liðin mætast öll innbyrðis.

 

Staðan í deildinni

 

 

Leikir dagsins

 

Haukar Grindavík – kl. 19:15

Stjarnan Keflavík – kl. 19:15

Snæfell Skallagrímur – kl. 19:15 í beinni útsendingu Stöð 2 Sport

Valur Njarðvík – kl. 19:15