Dominos deildar lið Hauka hafa ekki fengið leikheimild fyrir erlendan leikmann sinn og verða því án hennar í kvöld. Félagið hefur þó samið við leikmann sem kynnt verður á næstunni. 

 

Þar taka Haukar á móti Njarðvík að Ásvöllum kl 19:15 í kvöld. Fyrri leikur liðanna fór fram í Njarðvík og unnu þá heimamenn 98-71. Í þeim leik var hin magnaða Carmen Tyson-Thomas með 49 stig og því ljóst að verkefni dagsins fyrir Hauka er að stoppa hana. 

 

Ingvar Þór Guðjónsson þjálfari Hauka staðfesti þetta í samtali við Karfan.is og sagði að hægagangur hjá útlendingastofnun hafi ekki hjálpað til en það væri ekki hægt að hengja það eingöngu á stofnuninuna.