Sex leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt. Houston Rockets sigruðu New York Knicks í leik þar sem að James Harden skoraði 53 stig (9 þristar), tók 16 fráköst og gaf 17 stoðsendingar. Er hann þá fyrsti leikmaðurinn sem að skilar af sér 50-15-15 tölfræðilínu og með því að skora 53 jafnar hann margra áratuga gamalt met Wilt Chamberlain með flestum stigum skoruðum í þrefaldri tvenna.

 

Þá sigraði Oklahoma City Thunder lið Los Angeles Clippers þar sem að Russell Westbrook skilaði meðal annars af sér þriðju hröðustu þreföldu tvennu í sögu deildarinnar, en hann náði í 11 stig, tók 10 fráköst og gaf 12 stoðsendingar á aðeins 19 mínútum í fyrri hálfleik liðsins. Var aðeins tveimur mínútum frá 1955 meti Jim Tucker.

 

Þá skilaði leikmaður Milwaukee Bucks, Malcolm Brogdon, fyrstu tvöföldu þrennu nýliða þetta árið með 15 stigum, 11 fráköstum og 12 stoðsendingum í sigri liðsins á Chicago Bulls.

 

Staðan í deildinni

 

 

 

 

Úrslit næturinnar:

Grizzlies 112 – 98 Kings

Bucks 116 – 96 Bulls

Cavaliers 121 – 109 Hornets

Knicks 122 – 129 Rockets

Suns 86 – 91 Jazz

Clippers 88 – 114 Thunder