„Ég vil sem minnst segja um hann, en ég í rauninni skil hann ekki,“ svaraði Hannes S. Jónsson formaður í Morgunblaðinu áðan þegar hann var inntur eftir því hvað honum fyndist um muninn á úthlutunum afrekssjóðs ÍSÍ til handa KKÍ og HSÍ.
„Ég er ekki ánægður nema KKÍ fái 30-35 milljónir úr Afrekssjóði á þessu ári,“ sagði Hannes S. Jónsson, formaður Körfuknattleikssambands Íslands, við mbl.is eftir að tilkynnt var að Afrekssjóður ÍSÍ myndi úthluta 18,5 milljónum til KKÍ af þeim 150 milljónum sem úthlutað var nú í hádeginu.