Þeir í Bítinu á Bylgjunni heyrðu í  Hannesi S. Jónssyni formanni KKÍ og hjóu eftir svari varðandi þau orð sem Lárus Blöndal forseti ÍSÍ lét falla í viðtali við sama miðil .  Þar ýjaði Lárus að þau viðbrögð sem voru eftir úthlutnina hjá vissum samböndum væru ekki til þess fallinn að þau fengju meira í næstu úthlutun.  Þar vísar Lárus væntanlega að KKÍ og Fimleikasambandinu sem reyndar fóru alla leið og sögðust ósátt með sína úthlutun, vissulega eitthvað sem Hannes lét aldrei hafa eftir sér og þvert á móti. 

 

„Menn verða að túlka þetta eins og þeir vilja. Ég vil samt halda til haga að við vorum ekki að gagnrýna okkar úthlutun. Við fengum spurningu frá blaðamanni um okkar styrk og svöruðum henni. Við fengum næst mest allra og það mesta í sögu sambandsins og erum ánægð með það,“ sagði Hannes og bætti svo við að hann væri ekki alveg að skilja hvað Lárus Blöndal hafi haft fyrir sér í sínum svörum. 

 

„Ég er ekki alveg að átta mig á þessu svari hjá honum (Lárusi Blöndal). Það verður hver og einn að túlka þetta fyrir sig en maður verður að passa hvað maður segir. Ég hefði kosið að hann hefði orðað þetta öðruvísi. Við erum með öflugt fólk innan íþróttahreyfingarinnar og auðvitað hljótum við að mega tjá okkur. Sem formaður KKÍ myndi ég aldrei svara félagi í mínu sambandi svona,“ 

 

Allt viðtalið við Hannes má heyra hér.