Fjórir leikir fóru fram í NBA í gær. Dallas skellti Lakers, Phoenix hafði sigur á Toronto, Minnesota lagði Denver og þá vann Golden State 20 stiga sigur á Orlando. 

Golden State hafa nú unnið 38 deildarleiki og aðeins tapað 6. Í nótt var Stephen Curry þeirra heitastur með 27 stig, 4 fráköst og 6 stoðsendingar og Klay Thompson bætti við 21 stigi sem komu öll úr þristum en hann setti niður 7 af 9 þristum sínum í leiknum! Elfrid Payton var stigahæstur í liði Magic með 23 stig og 10 stoðsendingar. Curry var líka með 7 þrista eins og Klay en í 13 tilraunum en þristarnir sem Curry hefur sett á NBA ferlinum sínum eru því orðnir 1763 talsins og fór hann því upp í 13. sæti lista þeirra sem skorað hafa flesta þrista í sögu NBA. Á toppnum trónir Ray Allen með 2973.

Golden State eru nú efstir í vestrinu með 38 sigra og 6 tapleiki en í 2. sæti eru San Antonio Spurs með 34 sigra og 9 tapleiki. Efstir austanmegin eru meistarar Cleveland með 30 sigra og 12 tapleiki og þar skammt undan eru Toronto Raptors með 28 sigra og 16 tapleiki. 

Úrslit næturinnar

Orlando 98-118 Golden State
Dallas 122-73 Lakers
Toronto 103-115 Phoenix
Minnesota 111-108 Denver

Topp 5 tilþrif næturinnar