Grindavík heimsótti Hauka í Schenker höllina í kvöld. Grindvíkingar sátu í 6. sæti fyrir leik en Haukar í því 11. Grindvíkingar virðast ekki vera að ná sér á strik en þeir töpuðu leik kvöldsins með 20 stigum.
Þáttaskil
Grindvíkingar byrjuðu sterkt og voru 9 stigum yfir eftir fyrsta leikhluta. Haukar tóku þá til bragðs og snéru dæminu við. Þegar 3 mínútur voru eftir náðu þeir að komast yfir og héldu forskotinu til leiksloka. Flottur sigur hjá Haukum.
Tölfræðin lýgur ekki
Haukar voru með hörku baráttu í fráköstunum og tóku þeir 52 fráköst í leiknum á móti 38 fráköstum Grindvíkinga.
Hetjan
Finnur var maður leiksins þar sem hann átti góðan leik heilt yfir á meðan aðrir áttu rispur inn á milli í liði Hauka. Finnur skilaði 19 stigum og 12 fráköstum.
Kjarninn
Haukar sigruðu lið Grindvíkinga þrátt fyrir að hafa átt dapran fyrsta leikhluta. Liðsheildin kom þeim inn í leikinn í öðrum leikhluta og silgdu þeir fram úr og juku forskot sitt jafnt og þétt til loka. Grindvíkingar virkuðu andlausir þegar leið á leikinn og héldu þeir ekki haus til leiksloka. Þurfa þeir að laga þetta áður en haldið er norður í leikinn á sunnudaginn gegn Þór Ak.
Umfjöllun / Jenný Ósk Óskarsdóttir
Myndir / Bára Dröfn Kristinsdóttir