Þór sigraði Hauka í 14. umferð Dominos deildar karla í Þorlákshöfn fyrr í kvöld. Eftir leikinn er Þór því í 4. sæti deildarinnar á meðan að Haukar eru ennþá við botninn í því 11.

 

 

Haukar byrjuðu leik kvöldsins miklu betur en heimamenn. Skoruðu heil 30 stig í fyrsta leikhlutanum á meðan að Þór náði aðeins að setja 11 á töfluna. Snemma í öðrum leikhlutanum fóru heimamenn svo að taka við sér, en fara þó 13 stigum undir inn til búningsherbergja í hálfleik, 42-55.

 

Atkvæðamestur fyrir heimamenn í fyrri hálfleiknum var Tobin Carberry með 14 stig, 7 fráköst og 3 stoðsendingar. Fyrir gestina úr Hafnarfirði var Sherrod Wright allt í öllu, 21 stig, 6 fráköst og 4 stoðsendingar.

 

Í seinni hálfleiknum heldur Þór svo áfram að vinna niður forystu gestanna. Spila hreint frábæran þriðja leikhluta og eru komnir í forystu fyrir lokaleikhlutann, 73-68. Í honum halda þeir þetta svo út og fara að lokum með 10 stiga sigur, 94-84, af hólmi.

 

Atkæðamestur fyrir Þór í leiknum var áðurnefndur Tobin Carberry, en hann skoraði 33 stig, tók 13 fráköst og gaf 7 stoðsendingar á þeim 38 mínútum sem hann spilaði.

 

 

Gangur leiks:

ÞÓR    11    31    31    21    94

HAU    30    25    13    16    84

 

 

Tölfræði leiks