Sjö leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt. Voru úrslitin að mestu eftir bókinni nema kannski þar sem að Chicago Bulls sigraði efsta lið Austurstrandarinnar, meistara, Cleveland Cavaliers, en í leiknum voru þeir án tveggja stjörnuleikmanna sinna Kyrie Irving og Kevin Love.

 

Tilþrif næturinnar átti leikmaður Milwaukee Bucks, Giannis Antetokounmpo, með þessari laglegu sigurkörfu sinni gegn New York Knicks, en hann átti enn einn stórleikinn í nótt. Skoraði 27 stig og tók 14 fráköst.

 

 

Staðan í deildinni

 

Leikir næturinnar

Thunder 112 – 123 Hornets

Hawks 111 – 92 Magic

Bucks 105 – 104 Knicks

Bulls 106 – 94 Cavaliers

Grizzlies 106 – 115 Clippers

Trail Blazers 117 – 125 Warriors

Heat 107 – 102 Kings