Í kvöld er heil umferð í Dominos deild kvenna. Fyrir umferðina eru Keflavík og Skallagrímur efstu lið deildarinnar. Því mikilvægt fyrir Skallagrím að klára sinn leik gegn neðsta liði deildarinnar, Grindavík, sem og fyrir Keflavík sinn leik gegn Haukum, en þau lið mætast einmitt aftur í undanúrslitum bikarkeppninnar eftir nokkrar vikur.

 

Einnig verður áhugavert að sjá hvort að Njarðvík ætlar að gera einhverja alvöru atlögu að sæti Stjörnunnar í úrslitakeppni. Fyrir leikinn eru liðin í 4. og 5. sæti deildarinnar, en með sigri getur Njarðvík komið mun liðanna niður í tvö stig og þar með haldið von sinni á lofti um að fá að spila að venjulegri leiktíð lokinni.

 

Viðureign Snæfells og Vals einnig áhugaverð. Snæfell í 3. sæti deildarinnar, einum sigurleik fyrir aftan topplið Keflavíkur og Skallagríms. Valur búinn að sigra Snæfell áður í vetur sem má ekki misstíga sig slíkt aftur ætli þær sér að halda í við í baráttunni um deildarmeistaratitilinn.

 

Staðan í deildinni

 

Leikir dagsins

 

Dominos deild kvenna:

Grindavík Skallagrímur – kl. 19:15 í beinni útsendingu Stöð 2 Sport

Stjarnan Njarðvík – kl. 19:15

Snæfell Valur – kl. 19:15

Haukar Keflavík – kl. 19:15 í beinni útsendingu Haukar Tv