Íslands- og bikarmeistarar Snæfells komust aftur á sigurbraut í Dominos deildinni eftir sigur á Njarðvík á útivelli í kvöld. Leikurinn var jafn í fyrsta leikhluta og munaði einungis tveim stigum að honum loknum.
Skemmst er frá því að segja að leikurinn var ekki neitt jafn eftir það. Snæfell setti í fimmta gír og var munurinn orðinn 27 stig í hálfleik eftir að Snæfell hafði unnið annan leikhluta 34-9.
Gæðamunurinn á liðunum skein þá í gegn en Snæfell hélt svo muninum til loka en Njarðvík hafði ekki það sem þurfti til að gera þetta að leik í seinni hálfleik.
Aaryn Ellenberg var hársbreidd frá þrennu er hann var með 21 stig, 8 fráköst og 10 stoðsendingar. Berglind Gunnarsdóttir og hin síunga Alda Leif voru einnig mjög mikilvægar í liði Snæfells. Njarðvík varð undir í allir baráttu og tölfræði þáttum, liðið hitti illa og hreinlega átti ekkert í sterkt lið Snæfell í dag.
Njar?vík-Snæfell 64-93 (17-19, 9-34, 22-24, 16-16)
Njar?vík: Carmen Tyson-Thomas 33/11 fráköst, Björk Gunnarsdótir 9, Linda Þórdís Bar?dal Róbertsdóttir 8, María Jónsdóttir 6/5 fráköst, Karen Dögg Vilhjálmsdóttir 3, Hei?a Björg Valdimarsdóttir 2, Soffía Rún Skúladóttir 2/6 sto?sendingar, Ína María Einarsdóttir 1, Elísabet Sigrí?ur Gu?nadóttir 0, Erna Freydís Traustadóttir 0, Hulda Bergsteinsdóttir 0, Ása Bö?varsdóttir-Taylor 0.
Snæfell: Aaryn Ellenberg-Wiley 21/8 fráköst/10 sto?sendingar, Berglind Gunnarsdóttir 16/6 fráköst, Alda Leif Jónsdóttir 11, Bryndís Gu?mundsdóttir 9, Sara Diljá Sigur?ardóttir 9/6 fráköst, Gunnhildur Gunnarsdóttir 6/4 fráköst, Andrea Björt Ólafsdóttir 6, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 5, María Björnsdóttir 4, Björg Gu?rún Einarsdóttir 3, Rebekka Rán Karlsdóttir 3, Anna Soffía Lárusdóttir 0/4 fráköst.