Sextándu umferð 1. deildar karla lauk í kvöld með einum leik. Þá mættust suðurlandsliðin FSu og Hamar í Iðu á Selfossi. Liðin eru í baráttu um miðja deild um sæti í úrslitakeppninni og því ljóst að um spennandi leik yrði að ræða. 

 

Hamar byrjaði betur og leiddi lungað úr fyrri hálfleik. Góður endir selfyssinga fyrir hálfleik kom þeim þó í tveggja stiga forystu sem gaf forsmekkinn af því sem framundan var í seinni hálfleik.

 

FSu setti í gírinn og komust strax í tíu stiga mun við upphaf seinni hálfleiks. Munurinn varð mestur 16 stig í seinni hálfleik en hvergerðingar áttu ekki svör við leik FSu sem hafði á endanum 13 stiga sigur 93-80. 

 

Fyrri leikur liðanna endaði með sigri Hamars 85-75 og náði liðið því foyrstu í innbirgðisviðureignum liðanna sem gæti orðið dýrt undir lok leiktíðar. Þessi lið mætast einmitt í lokaumferðinni þann 10. mars næstkomandi sem gæti orðið ansi mikilvægur leikurí baráttunni um fimmta sætið sem gefur sæti í úrslitakeppninni um sæti í efstu deild að ári.

 

Christopher Woods sem lék með FSu á síðustu leiktíð í Dominos deildinni reyndist sínum fyrrum félögum erfiður og endaði með 35 stig og 19 fráköst. Nýir leikmenn liðsins þeir Erlendur Ágúst og Hilmar Pétursson voru einnig sterkir.

 

Terrence Motley var hársbreidd frá þrennu fyrir FSu en hann endaði með 28 stig, 16 fráköst, 8 stoðsendingar og bætti við  3 vörnum skotum. Hlynur Hreinsson sem hefur glímt við nokkur meiðsli á leiktíðinni átti góðan leik fyrir selfyssinga auk Ara Gylfasonar. 

 

Tölfræði leiksins. 

 

 

FSu-Hamar  93-80 (21-21, 24-22, 23-17, 25-20)

 

FSu: Terrence Motley 28/16 fráköst/8 sto?sendingar/3 varin skot, Ari Gylfason 24/6 fráköst, Hlynur Hreinsson 14/4 fráköst/6 sto?sendingar, Svavar Ingi Stefánsson 12/7 fráköst, Jón Jökull ?ráinsson 6, Sveinn Hafsteinn Gunnarsson 5, Helgi Jónsson 2, Hilmir Ægir Ómarsson 2, Sigur?ur Jónsson 0, Páll Ingason 0, Gísli Gautason 0. 

Hamar : Christopher Woods 35/19 fráköst, Erlendur Ágúst Stefánsson 12, Hilmar Pétursson 10, Örn Sigur?arson 9/5 fráköst, Smári Hrafnsson 6/6 sto?sendingar, Oddur Ólafsson 5, Rúnar Ingi Erlingsson 3/6 fráköst/6 sto?sendingar, Gu?jón Ágúst Gu?jónsson 0, Arvydas Diciunas 0, Björn Ásgeir Ásgeirsson 0, Kristinn Ólafsson 0, Bjarki Fri?geirsson 0. 

 

Sta?an í 1. deild karla:

1    Höttur    15    14    1    1429    –    1113    28

2    Fjölnir    16    13    3    1570    –    1276    26

3    Valur    14    11    3    1441    –    1101    22

4    Brei?ablik    16    10    6    1469    –    1270    20

5    Hamar    16    6    10    1347    –    1356    12

6    FSu    16    6    10    1315    –    1368    12

7    Vestri    15    6    9    1197    –    1335    12

8    ÍA    16    4    12    1195    –    1485    8

9    Ármann    16    0    16    1028    –    1687    0

 

Mynd / Jóhannes Eiríksson