Afrekssjóður ÍSÍ úthlutaði úr sjóðnum á dögunum til sérsambanda félagsins og hefur úthlutnin vakið nokkra athygli. Meðal annars gagnrýndi Hannes S. Jónsson muninn á úthlutunina til KKÍ og HSÍ á dögunum. 

 

Í kvöldfréttum stöðvar 2 í gærkvöldi var Lárus Blöndal forseti ÍSÍ í viðtali þar sem hann útskýrði úthlutununa og svaraði gagnrýni KKÍ og FSÍ. Hann sagði meðal annars að gagnrýni KKÍ og viðbrögð væru ekki til þess fallinn að félögin fengu hærri úthlutun næst.

 

„Þessi viðbrögð við úthlutuninni per se eru ekki sérstaklega til þess fallin að mínu mati. En þau fá bara úthlutun sem er í samræmi við þær reglur sem gildi,“ sagði Lárus við Stöð 2 í gær.

 

Sérlega hafa félögin kvartað yfir skorti á gegnsæi en Lárus gefur lítið fyrir gagnrýni þessara félaga og segir að þessi tvö sérsambönd séu þau einu sem séu ósátt. Hann sagði að vegna skorts á fjármagni hafi ekki verið hægt að veita öllum sérsamböndum þann pening sem óskað hafi verið eftir en það stæði til bóta. 

 

„Ég held að sjóðurinn starfi alveg með eðlilegum hætti. Það er augljóst mál að menn þurfa auðvitað stundum að taka ákvarðanir sem byggjast á huglægu mati eða mati á aðstæðum,“ sagði hann einnig. 

 

Nánar á Vísi.is