Fyrr í dag sigraði Stjarnan Grindavík 52-66 í 14. umferð Dominos deildar kvenna. Eftir leikinn er Stjarnan því sem fyrr í 4. sæti deildarinnar, nú 6 stigum á undan Val og Njarðvík í 5.-6. sætinu. Grindavík er í 7.-8. sæti deildarinnar ásamt Haukum.

 

Fyrri hálfleikur leiksins var jafn og spennandi. Eftir fyrsta leikhlutann leiddu gestirnir ú Garðabæ, 14-19, en þegar að liðin héldu til búningsherbergja í hálfleik var Grindavík búið að koma því forskoti niður í aðeins 1 stig, 32-33.

 

Í byrjun seinni hálfleiksins slitu gestirnir sig svo aftur frá heimastúlkum og var Stjarnan með 7 stiga forystu fyrir lokaleikhlutann, 43-50. Í honum var það svo aldrei spurning hvort liðið myndi fara með sigur af hólmi. Stjarnan náði mest 16 stiga forystu áður en þær kláruðu leikinn með 14 stiga sigri 52-66.

 

Atkvæðamest fyrir heimastúlkur í leiknum var Petrúnella Skúladóttir með 20 stig og 10 fráköst á meðan að fyrir gestina var það Danielle Rodriguez sem dróg vagninn með 17 stig og 13 fráköst. Framlag leikmanna Stjörnunnar í þessum leik einkar jafnt, en hjá þeim skoruðu 6 leikmenn 5 stig eða fleiri á móti aðeins 3 leikmönnum Grindavíkur sem gerðu slíkt hið sama.

 

Tölfræði leiks