Tveir leikir eru í Dominos deild karla og einn í 1. deildinni. Helstan ber þar að nefna toppslag Tindastóls og KR í Síkinu. Sá leikur ekki bara merkilegur fyrir þær sakir að þar eru tvö af þrem efstu liðum deildarinnar að leika innbyrðis, heldur einnig fyrir þær sakir að í honum mun leikmaður KR, Jón Arnór Stefánsson, leika sinn fyrsta leik með KR síðan árið 2009. Hægt verður að fylgjast með fjörinu í beinni útsendingu Stöð 2 Sport.
Leikir dagsins
Dominos deild karla:
Þór Grindavík – kl. 19:15
Tindastóll KR – kl. 20:00 í beinni útsendingu Stöð 2 Sport
1. deild karla:
Hamar Valur – kl. 19:15