Hér fyrir neðan sjáum við það þegar að leikmenn háskólaliðs Louisville plötuðu leikmenn Duke til þess að spila vörn á vitlausa körfu. Atvikið átti sér stað eftir að leikmenn komu aftur til leiks eftir hálfleik. Þá plöntuðu allir leikmenn Louisville sér öfugu megin á vellinum, fyrir utan þann sem að tók boltann inn og þann sem að átti að skora. Liðsmenn Duke að sjálfsögðu gera sig svo tilbúna til þess að spila vörn þeim megin á vellinum. Louisville að sjálfsögðu kláraði þessa fyrstu sókn frekar auðveldlega, með óáreittu sniðskoti og tveimur stigum.

 

Duke vann þó þennan leik með 58 stigum gegn 55.