Þór Ak ferðast suður í dag þar sem liðið mætir Skallagrím í 14. umferð Dominos deildar karla kl 20:00 í kvöld. Þór Ak er með 14 stig í 5. sæti deildarinnar en Skallagrímur með 12 stig í því tíunda. 

 

Nokkrar breytingar eru á hóp Þórs frá síðasta leik liðanna en Þröstur Leó Jóhannsson er tæpur vegna meiðsla og mun það koma í ljós rétt fyrir leik hvort hann verði með. Einnig er Sindri Davíðsson meiddur og óvíst um hans þátttöku. 

 

Þá staðfesti Benedikt í viðtali við Thorsport.is að Danero Thomas hafi yfirgefið leikmannahópinn frá síðasta deildarleik. Hann lék sinn síðasta leik fyrir félagið gegn Tindastól fyrir viku síðan en var fjarverandi í bikarleiknum gegn Grindavík. Danero er með íslenskt ríkisfang en hann hefur leikið með KR, Val, Hamri, Fjölni og Þór Ak. Hann er með 16,6 stig og 7,1 frákast að meðaltali á 30 mínútum í leik með Þór og ljóst að hann verður eftirsóttur. 

 

Heimasíða Þórs er með veglega upphitun fyrir leik Skallagríms og Þór Ak þar sem meðal annars kemur fram að Þór hafi unnið síðasta leik félaganna í Borgarnesi. Umfjöllunina má nálgast hér. 

 

Mynd / Palli Jóh – Thorsport.is