Danero Thomas var ekki í liði Þórs sem féll úr leik gegn Grindavík í kvöld er liðin mættust í Maltbikarnum. Það var  mbl.is  sem greindi frá þessu í kvöld.

 

Benedikt staðfesti að staða Thomas væri óljós en vildi sem minnst segja við mbl.is. Danero er með íslenskt ríkisfang en hann hefur leikið með KR, Val, Hamri, Fjölni og Þór Ak. Hann er með 16,6 stig og 7,1 frákast að meðaltali á 30 mínútum í leik. 

 

Kaffid.is segir á síðu sinni í kvöld að Thomas hafi viljað yfirgefa Þór Ak en Akureyringar vilja ekki hleypa honum frá félaginu. Danero er giftur Fanney Lind Thomas sem yfirgaf Þór Ak í nóvember til að ganga til liðs við Skallagrím. 

 

* Viðbót blaðamanns: Rangt var haft eftir Benedikt fyrst er fréttin var birt og er hann beðinn afsökunnar.