Eftir umtalsverðan fjaðragang í pappírsmálum Christian David Covile er leikmaðurinn nú kominn með leikheimild fyrir Snæfell í Domino´s-deild karla og verður með Hólmurum í kvöld þegar liðið tekur á móti Þór Þorlákshöfn í Stykkishólmi.
Snæfell er á botni Domino´s-deildarinnar án stiga og Colvile því vel þegin viðbót í hópinn í umleitan liðsins eftir sínum fyrstu stigum.
Ritstjórn Karfan.is hefur orðið vör um umtalsverða óánægju ýmissa íslenskra liða þetta tímabilið með vinnubrögð Útlendingastofnunar og mikinn seinagang hennar í afgreiðslu fjölda mála.
Mynd/ Ingi Þór þjálfari Snæfells teflir fram Covile í kvöld.