Lið Snæfells mun ekki leika með erlendan leikmann næstu vikurnar en Christian Covile fær ekki atvinnuleyfi hjá Útlendingastofnun. Ástæðan er sú að hann var á sakaskrá og hefur því verið sendur heim. Vísir.is greinir frá þessu í síðdegis. 

 

Covile þessi varð sekur um smá glæp þar sem hrekkur hans fór úr böndunum svo hann var kærður á háskólaárunum. Ingi Þór segir að hann og félagi hans hafi gert sér að leik að rústa íbúðum hvors annars og gerði hann slíkt hið sama við kærustuna sína. Það þótti ekki eins sniðugt, var hann því kærður, sakfelldur og fær því ekki atvinnuleyfi á Íslandi í dag.

 

„Útlendingastofnun sagðist þurfa að taka sér 6-8 vikur í að skoða málið en þá er tímabilið bara búið. Meira að segja þá var ólíklegt að hann myndi fá leyfi,“ sagði Ingi Þór Steinþórsson við Vísi.is í dag.
 

 

Snæfell mætir Njarðvík í Ljónagryfjunni í kvöld þar sem liðin í 10. og 12. sæti mætast. Ljóst er að hrekkjalómurinn Covile mun ekkert leika með félaginu en Snæfell situr í neðsta sæti deildarinnar án sigurs eftir 12 umferðir.