Hinn goðsagnakenndi þjálfari Duke háskólans Mike Krzyzewski mun taka sér frí frá þjálfun liðsins næstu fjórar vikurnar vegna aðgerðar sem hann fer í á föstudag nk. á baki.  "Læknateymið hér hjá Duke hefur unnið hörðum höndum að reyna að koma þessu í lag í þó nokkrar vikur en hafa komist að þeirri niðurstöðu að aðgerð er besta lausnin. Um leið og læknar gefa mér grænt ljós kem ég svo aftur til starfa." sagði Coach K í samtali við miðla vestra hafs. 

 

Þetta er í annað sinn sem að Coach K neyðist til að taka sér frí frá starfi sínu vegna bakmeiðsla en árið 1994-1995 var hann aðeins12 leiki á bekknum með liðið sem þá missti af því að komast lokakeppni háskólaboltans (Tournament)  Síðan þá hefur liðið alltaf komist í lokakeppnina. 

 

Jeff Capel sem er aðstoðarþjálfari liðsins mun nú taka við taumum liðsins á meðan Krzyzewski er frá og vissulega verðugt verkefni. Ef allt fer að óskum mun Capel stjórna liðinu í 7 leikjum en leikir þessir eru bæði erfiðir og gætu ráðið miklu um það hvernig eða hvort liðið nái að komast í lokaúrslitin þegar uppi er staðið.