Átta leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt og þar tókst Boston Celtics að binda enda á fjögurra leikja sigurgöngu Utah Jazz með 115-104 sigri. Isaiah Thomas fer mikinn þessi dægrin í liði Boston en hann gerði 29 stig í nótt, tók 4 fráköst og gaf 15 stoðsendingar fyrir Celtics. Gordon Hayward var stigahæstur í liði Jazz með 23 stig, 2 fráköst og 2 stoðsendingar. 

Hinir sjö leikir næturinnar fóru svo:

Philadelphia 93-91 Minnesota
Detorit 116-121 Indiana
Dallas 113-105 Washington
San Antonio 110-82 Washington
Denver 113-120 Sacramento
Phoenix 99-90 Miami
Lakers 116-Memphis 102

 

Mynd/ Isaiah Thomas er í fantaformi þessi dægrin.