Brynjar Þór Björnsson leikmaður KR þurfti aðhlynningu frá hinum annars ágæta sjúkraþjálfara KR, Bjartmari Birni strax eftir leik í gærkvöldi gegn Grindavík. Brynjar sem snéri sig á ökkla í leiknum gegn Tindastól í umferðinni þar á undan snéri sig aftur á sama ökkla í gær og er óvíst hvort hann verði með í næsta leik gegn Haukum. "'Þetta byrjaði í leiknum gegn Tindastól og svo hefur þetta verið snjóbolti sem hefur undið uppá sig. Þetta er bólgið vel núna en ekkert alvarlegt svo sem. Við tökum stöðuna á mánudag og sjáum til hvort ég verði ekki með í næsta leik."  

 

Meistarar KR eru einir á toppi deildarinnar eftir leiki gærkvöldsins.