Leikmenn Stjörnunnar, Brynjar Magnús Friðriksson, Grímkell Orri Sigurþórsson og Óskar Þór Þorsteinsson munu leika með 1. deildarliði Ármanns það sem eftir lifir tímabils á venslasamning. Ármann er það sem af er tímabili enn án sigur og í neðsta sæti 1. deildarinnar og þessi hjálp því líklegast kærkomin. Leikmennirnir, sem allir eru fæddir 1996/1997 munu þó enn að mestu leyti æfa í Garðabænum með Stjörnunni.