Skallagrímur komst upp að hlið Keflavíkur á toppi Dominos deildar kvenna í kvöld eftir sigur í vesturlandsslagnum. Skallagrímur var mun sterkari aðilinn frá fyrstu mínútu leiksins og virtust eiga svör við öllum aðgerðum heimakvenna. 

 

 
 
Þáttaskil: 

 

Það var aldrei spenna í þessum vesturlandsslag eins og flestir höfðu vonast eftir. Skallagrímur komst í 20-10 þegar sex mínútur voru búnar af leiknum og þá forystu gáfu þær aldrei eftir. Allar aðgerðir Snæfels voru veikar og sérlega varnarlega þar Skallagrímur fann alltaf lausan mann eða kom sér í góð færi. 

 

Það skal ekki tekið af Skallagrím að þeirra frammistaða var gríðarlega sterk. Liðið virtist vel undirbúið fyrir leikinn og fundu veikleika á liði Snæfels. Í byrjun fjórða leikhluta var eins og Snæfell ætlaði að færast nær Skallagrím og búa til spennu í lokin en Skallagrímur sýndi karakter að svara og halda því forystunni allt til loka. 

 

 

Tölfræðin lýgur ekki: 
 

Ef horft er á tölfræði leiksins er erfitt að skilja liðin að. Skallagrímur var þó með betri skotnýtingu fyrir utan þriggja stiga línuna en Snæfell tók nokkur ótímabær skot. Leikurinn var jafn einu sinni og það var í stöðunni 3-3, þess fyrir utan var Skallagrímur með yfirhöndina allan tímann. 

Hetjan:
 

Borgnesingurinn Sigrún Sjöfn var frábær fyrir Skallagrím í dag. Hún var með 18 stig, 16 fráköst og 4 stoðsendingar auk þess sem hún tók af skarið þegar Snæfell náði áhlaupum. Barátta hennar var til fyrirmyndar og klárlega mikilvægasti leikmaður liðsins í dag. Tavelyn Tillman var einnig sterk í dag auk þess átti Jóhanna Björk nokkrar stórar körfur og varnarstopp í dag. 

 

Kjarninn:
 

Skallagrímur tók með sigrinum framúr Snæfell og fór í annað sæti deildarinnar. Þar er liðið jafnt Keflavík að stigum og ljóst að framundan er mögnuð toppbarátta þessara þriggja liða. Heilt yfir gæti frammistaða borgnesinga í dag verið þeirra besta á tímabilinu en það er ekkert grín að vinna íslandsmeistara síðustu þriggja ára á þeirra heimavelli á þann hátt sem Skallagrímur gerði í kvöld. 

 

 

Enn vantar helling uppá að Snæfell síni afhverju liðið er talið það besta á landinu. Jafnvægið í liðinu virðist ekki vera komið á hreint og of margir lykilleikmenn sem hreinlega týnast í leikjum. Aaryn Ellenberg er frábær skorari, mikilvægur leikmaður en það vantar meiri hörku í hana varnarlega og hún hverfur of mikið á löngum köflum. 

 

Ljóst er að þessi lið munu berjast allt til enda um deildarmeistaratitilinn ásamt Keflavík en Skallagrímur tók stórt stökk í dag með því að ná forystunni innbirgðis á Snæfell. 

 

Tölfræði leiksins:

 

Snæfell-Skallagrímur 67-80 (18-24, 10-17, 18-18, 21-21)

 

Snæfell: Aaryn Ellenberg-Wiley 24/11 fráköst, Berglind Gunnarsdóttir 15/7 fráköst, Gunnhildur Gunnarsdóttir 13/6 fráköst, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 7, Andrea Björt Ólafsdóttir 4/5 fráköst, Bryndís Gu?mundsdóttir 2, Sara Diljá Sigur?ardóttir 2, Alda Leif  Jónsdóttir 0/4 fráköst, María Björnsdóttir 0, Hrafnhildur Magnúsdóttir 0, Anna Soffía Lárusdóttir 0, Rebekka Rán Karlsdóttir 0. 

Skallagrímur: Tavelyn Tillman 26/4 fráköst, Sigrún Sjöfn  Ámundadóttir 18/16 fráköst, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 11/6 fráköst, Fanney Lind Tomas 9, Ragnhei?ur Benónísdóttir 7/9 fráköst, Kristrún Sigurjónsdóttir 6, Gu?rún Ósk Ámundadóttir 3, Arna Hrönn Ámundaóttir 0, Sigurbjörg Rós Sigur?ardóttir 0. 

 

Myndasafn frá Sumarliða Ásgeirssyni 

 

Umfjöllun / Ólafur Þór Jónsson