Alþjóðlegar körfuboltabúðir verða haldnar í Amposta á Spáni þar sem íslenskum körfuboltaiðkendum á aldrinum 12-18 ára er boðið.
BIBA (Borche Ilievski basketball academy) stendur fyrir þessum körfuboltabúðum, eins og nafnið gefur til kynna er það Borche Ilevski þjálfari meistaraflokks ÍR sem stjórnar búðunum. Búðirnar fara fram í lok júní á þessu ári og koma ungmenni frá Íslandi, Svíþjóð, Frakklandi og Spáni.
Þjálfaraliðið verður auk Borche frá Íslandi, Serbíu, Spáni, Frakklandi og Makedóníu. Sumarkörfuboltabúðirnar einbeita sér að grundavallaratriðum körfuboltans. Fyrri part dags verður lög áhersla á tæknileg atriði en seinni part dags verða taktísk atriði í leiknum á borð við varnar- og sóknarleik.
Allir dagar enda svo á leikjum þar sem ungmennin geta keppt við hvort annað. Verð fyrir körfuboltabúðirnar er 450 evrur en þær fara fram við frábærar aðstæður í íþróttaaðstöðu Amposta bæjar á spáni. Sjá má myndband af aðstöðunni hér að neðan:
„Þeir sem koma í körfuboltabúðirnar er íþróttafólk sem vinna að því að nýta sína hæfileika til að spila að fullri getu. Einnig að leikmenn læti eitthvað sem mun hjálpa þeim að gera sjálft sig og lið sitt betra.“ sagði Borce í samtali við Karfan.is um körfuboltabúðirnar.
Borce hefur verið stjórnandi og yfirþjálfari á Körfuboltabúðum KFÍ mörg ár með góðum árangri en hefur nú ákveðið að færa út kvíarnar til Spánar.
Nánari upplýsingar um körfuboltabúðirnar má finna hér.
Skráning og fyrirspurnir fara fram á arnieggert12@gmail.com.