Körfuboltaárið 2017 hefst hér á landi í kvöld þegar Fjölnir og Þór Þorlákshöfn mætast í síðustu viðureign 16 liða úrslita í bikarkeppni unglingaflokks karla. Viðureign liðanna fer fram í Rimaskóla kl. 20:40. 

Á morgun, miðvikudag, mætast svo KR og Keflavík b í 1. deild kvenna, keppni í Domino´s-deild karla, 1. deild karla og 2. deild karla hefst á fimmtudag og á laugardag hefst keppni að nýju í Domino´s-deild kvenna.