Dregið verður í undanúrslitum Maltbikarsins nú kl 13.00 og kemur þá í ljós hvaða lið mætast í Final four helginni í byrjun febrúar.
Í maltbikar kvenna eru Snæfell, Skallagrímur, Haukar og Keflavík í pottinum en karlamegin eru liðin KR, Valur, Þór Þ og Grindavík.
Það eru Anna María Sveinsdóttir og Teitur Örlygsson sem draga en þau eru bæði gríðarlega sigursæl þegar kemur að bikarkeppnunum.
Ljóst er núna hvaða lið mætast og var drátturinn á þennan vegu:
Maltbikar kvenna:
Keflavík-Haukar
Snæfell-Skallagrímur
Maltbikar karla:
KR-Valur
Þór Þ.-Grindavík
Beina twitter-lýsingu má finna hér að neðan: