Fimm leikir eru í kvöld í Dominos deild karla. Heitasta lið deildarinnar um þessar mundir, Stjarnan, heimsækir ÍR í Hertz Hellirinn í Breiðholti. Þá mætast einnig þau tvö lið sem eru með næst og þriðju flestu sigurleikina í röð í deildinni, Keflavík og Þór. Leikurinn í kvöld er þriðji leikur félaganna í vetur, en áður hafði Þór sigrað bæði fyrri leikinn í deildinni sem og slegið Keflavík út úr bikarkeppninni frekar örugglega.

 

Þá heldur baráttan um norðurlandið einnig áfram í kvöld með leik Tindastóls og Þórs á Akureyri. Það sem af er tímabili hafa liðin skipt með sér sigrum. Tindastóll vann fyrri leikinn í deildinni á meðan að Þór svo sló þá út úr 16. liða úrslitum bikarkeppninnar.

 

Staðan í deildinni

 

 

Leikir dagsins

 

ÍR Stjarnan – kl. 19:15

Þór Akureyri Tindastóll – kl. 19:15 í beinni útsendingu Þór Tv

KR Skallagrímur – kl. 19:15 í beinni útsendingu KR Tv / Stöð 2 Sport

Haukar Grindavík – kl. 19:15 frestað til 13.01.17.

Keflavík Þór – kl. 19:15