Útlendingastofnun virtist vera með lóðbeint niðrum sig gagnvart körfuboltaliðum nú á nýju ári og fengu heimamenn í Snæfelli að finna fyrir því en þeirra nýji leikmaður var ekki kominn með leyfi þrátt fyrir 6-7 virka vinnudaga. Christian David Covile hitaði upp með liðinu, fékk fílinginn en varð að verma tréverkið í leiknum. ÍR voru án Vilhjálms Theódórs.

 

Rennt yfir gang leiksins í grófum

 

Þegar staðan var 23-35 eftir fyrsta fjórðung þá voru liðin búin að vera þruma niður þristunum og menn heitir en Snæfellingar höfðu sett 5 slíka og ÍR 4 stykki. Gestirnir úr Seljahverfinu voru hinsvegar skrefi, sem þýðir ca 10 stigum, á undan yfir annan leikhluta sem Andrée kom niður í fimm stig einu sinni en Snæfellingar áttu heilmikið í þennan leik. Leikar snérust heldur betur í höndum Snæfells sem máttu sín lítils undir lok fyrri hálfleiks þegar ÍR voru sex stigum yfir 40-46 og staðan breyttist snarlega í 41-59 sem voru hálfleikstölur.

Snæfellingar rifu sig heldur betur úr fjötrunum og náðu að minnka munin í 55-63 strax í upphafi seinni hálfleiks sem létu vörnina vinna og sóknina skipta sköpum. Staðan eftir þriðja hluta var 68-75 fyrir ÍR sem þurftu á öllu sína að hafa fyrir baráttuglöðum heimamönnum. Fyrrverandi leikmaður Snæfells en nú ÍR-ingur, Quincy Hankins Cole var kominn með 4 villur og vermdi bekkinn í seinni hálfleik fram undir miðjan fjórða leikhluta. Lokatölur 82-98 og menn eru bjartsýnir á að það styttist hratt í fyrsta sigur Snæfells.

 

Þáttaskil

Lok annars leikshluta voru ekki Snæfellingum hliðholl á meðan ÍR nýttu sín augnablik vel og komust í 18 stiga forystu. Heimamenn, þrátt fyrir mikla baráttu þurftu heilmikla orku í að vinna sig tilbaka en ÍR áttu svör við því og höfðu fráköstin fram yfir Snæfell t.d. Þegar leið á fjórða leikhluta voru ÍR komnir í 15 stiga forystu sem heimamenn virtust eiga í basli með að brúa þó viljan vantaði ekki.

 

Hetjan.

Matthías Orri Sigurðarson stjórnaði ÍR vel í kvöld og endaði með 18 stig, 8 fráköst og 10 stoðsendingar og var að öðrum ólöstuðum hetjan.

 

Tölurnurnar og af hverju unnu þeir sem unnu?

Af því að Snæfelli vantaði afl í frákastabaráttuna sem fór 37/53 sem gestirni áttu skuldlaust en ÍR fengu heilmikið meira af öðrum séns í sóknum sínum sem skilaði þeim þannig 20 stigum á móti 7 stigum Snæfells. Puð var þetta allan leikinn og menn sennilega þreyttir eftir barninginn. Hjá Snæfelli var Andrée Michelsen stigahæstur með 26 stig en næstur honum var Snjólfur Björnsson með 19 og 7 fráköst. Sveinn Arnar var með 15 stig. Í liði ÍR vaar Sveinbjörn Claessen með 19 stig og Kristinn Marinósson með 18 stig en þeir höfðu sett sínar 4 þriggja stiga körfur hvor í fyrri hálfleik. Quincy Cole endaði með 17 stig og 10 fráköst á sínum gamla heimavelli og fékk að sína pínu loftfimleika í lok leiks.

 

Umfjöllun / Símon B. Hjaltalín