Auður Íris Ólafsdóttir mun leika með 1. deildar liði Breiðabliks út tímabilið en þetta var staðfest fyrr í dag. Auður lék með Skallagrím fyrri hluta tímabilsins í Dominos deild kvenna en tilkynnti að hún væri hætt körfuboltaiðkun í bili í lok desember.

 

Breiðablik er sem stendur í efsta sæti 1.deildarinnar og leika gegn Þór Ak kl 14:30 í dag en leikurinn er í beinni á Þórsport TV.  Koma Auðar mun styrka liðið gríðarlega og ljóst að blikar ætla sér upp í Dominos deildina að ári. 

 

Auður Íris er uppalin hjá Haukum og á að baki nokkur tímabil með meistaraflokki félagsins. Hún ákvað að semja við Skallagrím í sumar og var með 3,5 stig og 3,8 fráköst að meðaltali í leik fyrir félagið. Auður var í landsliðshóp Íslands í febrúar síðastliðnum og því ljóst að liðstykur Blika er mikill.