Dominos deild karla rúllar aftur af stað í dag með 4 leikjum. Einnig eru 2 leikir í 1. deild karla. Ber þar helstan að nefna grannaslag Keflavíkur og Njarðvíkur þar sem að þeir síðarnefndu eiga harma að hefna. Bæði vann Keflavík fyrri leik liðanna í deildinni fyrr í vetur í Ljónagryfjunni sem og slógu þeir Njarðvík svo út úr bikarkeppninni. Báðum liðum gengið nokkuð brösulega það sem af er tímabili og þyrstir væntanlega báðum í að byrja nýja árið á sigri. Leikurinn er í beinni útsendingu Stöð 2 Sport.
Leikir dagsins
Dominos deild karla:
Skallagrímur Haukar – kl. 19:15
Snæfell ÍR- kl. 19:15
Stjarnan Þór Ak.- kl. 19:15
Keflavík Njarðvík- kl. 19:15 í beinni útsendingu Stöð 2 Sport
1. deild karla:
ÍA Ármann- kl. 19:15 í beinni útsendingu ÍA Tv
FSu Breiðablik- kl. 19:15