Grindavíkurlið kvenna hefur fengið til sín leikmann að nafni Angela Rodriquez og leysir hún af hólmi Ashley Grimes sem ákvað að snúa ekki aftur til liðsins eftir áramót.  Rodriquez er ekki enn komin til landsins en enn er beðið eftir að pappírsvinna gangi í gegn líkt og venjulega.  Jóhann Þór Ólafsson sem þessa dagana fyllir í stöðu þjálfara liðsins fyrir veikan Bjarna Magnússon sagði ólíklegt að þessi mál klárist fyrir helgi og því má búast við því að Grindavík verði án erlends leikmanns í bikarleiknum gegn Keflavík um helgina. 

 

Angela er leikstjórnandi sem hefur einnig spilað skotbakvörð á ferli sínum.