Bakvörðurinn Andrés Kristleifsson verður frá leik með Keflavík næstu 6-8 mánuði eftir krossbandaslit í hægra hné. Meiðslin áttu sér stað á æfingu með Keflavík í síðustu viku.

Andrés náði 10 leikjum með Keflavík á þessu tímabili þar sem hann var með 2,9 stig að meðaltali í leik og ljóst að Keflvíkingar munu ekki njóta hans starfskrafta fyrr en á næstu leiktíð.

Mynd/ nonni@karfan.is – Andrés á Keflavíkurbekknum áðan skömmu áður en viðureign Keflavíkur og Þórs úr Þorlákshöfn hófst í Domino´s-deild karla.