Fyrir síðasta þátt af Podcasti Karfan.is voru hlustendur spurðir út í það hvaða lið myndi hafa sigur í toppslag fyrstu umferðarinnar eftir áramót milli KR og Tindastóls, en liðin eru sem stendur í 2. og 3. sæti deildarinnar með aðeins einn sigurleik á milli sín. 73% þeirra sem tóku afstöðu til spurningarinnar spá Tindastól sigri og 27% KR. Leikurinn fer fram kl. 20:00 í Síkinu á Sauðárkróki í kvöld og er í beinni útsendingu Stöð 2 Sport.

 

Finnur Freyr fyrir leik gegn Tindastól

Endurkoma Jóns Arnórs Stefánssonar

Podcast Karfan.is – Þáttur #14

Staðan í deildinni