Stórleikur fyrstu umferðar Dominos deildar kvenna eftir hátíðarnar er vafalaust leikur toppliðs Keflavíkur og meistara síðustu þriggja ára úr Stykkishólmi. Eins og staðan er í dag er Keflavík eitt á toppi deildarinnar, tveimur sigurleikjum á undan bæði Skallagrím og Snæfell. Fyrir síðasta þátt af Podcasti Karfan.is spurðum við hlustendur út í það hvernig þeir héldu að þessi slagur ætti eftir að fara. Samkvæmt svörum halda 69% þeirra að Keflavík sigri, en 31% að Snæfell takist það.

 

Búist er þó við miklum spennuleik, en 71% þeirra sem svöruðu halada að leikurinn eigi eftir að vinnast, á annan hvorn veginn, með 5 stigum. Niðurstöður kosningarinnar má sjá hér fyrir neðan.

 

Podcast Karfan.is #14 – Sverrir Þór Sverrisson

Staðan í Dominos deildinni