KR komst upp við hlið Breiðabliks á toppi 1. deildar kvenna eftir sigur á Keflavík b í kvöld. 

 

Keflavík fór betur af stað og náði 9-2 forystu eftir rúmar tvær mínútur en það var hreinlega eins og varnarleikur KR hefði ekki mætt til leiks. Keflavík fékk auðveldar körfur og þeirra landsþekkti varnarleikur hélt vel. 

 

Allt annað var uppá teningnum í öðrum leikfjórðung þar sem sóknarleikur KR stórbatnaði og varnarleikurinn fylgdi í framhaldi. Ásta Júlía Grímsdóttir kom gríðarlega sterk af bekknum með baráttu sem dreif liðsfélagana með. Munurinn var orðinn níu stig er liðin héldu til búningsklefa, KR í vil. Ásta Júlía er fædd árið 2001 sem gerir hana 15 ára gamla og því ljóst að gríðarlegt efni er þar á ferðinni.

 

Keflavík mætti mun sterkara til leiks í seinni hálfleik og tókst að jafna leikinn strax á upphafsmínútunum. Heiðrún Kristmundsdóttir þjálfari KR tók þá leikhlé og spilamennska KR snerist á augabragði. Liðinu tókst að nýta gæða-og reynslumuninn á liðunum til að stjórna hraðanum og ná yfirhöndinni. Rannveig Ólafsdóttir stjórnaði sínu liði eins og hersforingi og endaði með 7 stoðsendingar. 

 

Muninn lét KR ekki af hendi og vann að lokum leikin 60-51. Liðið er þar með í öðru sæti deildarinnar með 12 stig líkt og Breiðablik sem er á toppnum. KR er með öfluga leikmenn í sínu liði sem eru til alls vísar þegar þær spila sinn leik. Ásta Júlía Grímsdóttir var frábær í dag með tvöfalda tvennu 18 stig og 13 fráköst. Einnig var Þorbjörg Andrea sterk en hún myndar ásamt Ástu gríðarlega öfugt tvíeyki undir körfunni. 

 

Keflavík b átti hreinlega ekki svör við styrk KR en börðust allt til enda. Sóknarleikurinn var seigur og oft á tíðum eins og þær væru hræddar við að keyra að körfunni. Katla Rún Garðarsdóttir var stigahæst með 18 stig auk þess sem Elsa Albertsdóttir átti fínan leik með 9 stig og 11 fráköst.

 

Tölfræði leiksins: 

KR-Keflavík b 60-51 (13-14, 19-9, 12-12, 16-16)

 

KR: Ásta Júlía Grímsdóttir 18/13 fráköst/3 varin skot, Þorbjörg Andrea Fri?riksdóttir 16/8 fráköst/6 sto?sendingar, Kristbjörg Pálsdóttir 9, Rannveig Ólafsdóttir 7/6 fráköst/7 sto?sendingar, Ástrós Lena Ægisdóttir 5/5 fráköst, Margrét Blöndal 2, Gunnhildur Bára Atladóttir 2, Perla Jóhannsdóttir 1/5 fráköst, Marín Matthildur Jónsdóttir 0, Kristjana Pálsdóttir 0, Þóra Birna Ingvarsdóttir 0, Eygló Kristín Óskarsdóttir 0. 

Keflavík b: Katla Rún Gar?arsdóttir 18/6 fráköst, Elsa Albertsdóttir 9/11 fráköst, Svanhvít Ósk Snorradóttir 8, Irena Sól Jónsdóttir 6, Andrea Einarsdóttir 4/5 fráköst, Anna Ingunn Svansdóttir 3, Tinna Björg Gunnarsdóttir 2, Kamilla Sól Viktorsdóttir 1, Eva María Lú?víksdóttir 0, Eydís Eva Þórisdóttir 0. 

 

 

Myndasafn: Davíð Eldur.