Ellefu ár eru í dag frá því að leikmaður Los Angeles Lakers, Kobe Bryant, skoraði 81 stig í deildarleik á móti Toronto Raptors. Leikinn sigruðu Los Angeles menn með 122 stigum gegn 104. Þó Kobe hafi náð að skora öll þessi stig í leiknum spilaði hann ekki næstum því allar mínútur hans. Spilaði 41 mínútu af 48 mögulegum í leiknum.

 

Til þess að skora þessi stig setti hann 28 skot í heildina af vellinum (7 þriggja stiga körfur) á um 61% nýtingu og 18 vítaskot á 90% nýtingu.

 

81 stig eru það næst mesta sem að leikmaður hefur nokkurntíman skorað í einum leik. Metið á Wilt Chamberlain, sem skoraði 100 stig þann 2. mars árið 1962 fyrir lið Philadelphia Warriors gegn New York Knicks. Ef skoðaður er listinn yfir 10 stigahæstu leikmenn í leik frá upphafi sést reyndar að Wilt á þar þá flesta. Sá eini fyrir utan Kobe Bryant sem hefur komist nálægt því síðustu 30 árin var leikmaður San Antonio Spurs, Davis Robinson, sem að skoraði 71 stig í leik gegn Los Angeles Clippers  árið 1994.

 

Topp 10:

Wilt Chamberlain / Philadelphia Warriors – 1962 – 100 Stig

Kobe Bryant / Los Angeles Lakers – 2006 – 81 Stig

Wilt Chamberlain / Philadelphia Warriors – 1961 – 78 Stig

Wilt Chamberlain / Philadelphia Warriors – 1962 – 73 Stig

Wilt Chamberlain / San Francisco Warriors – 1962 – 73 Stig

David Thompson / Denver Nuggets – 1978 – 73 Stig

Wilt Chamberlain / San Francisco Warriors – 1962 – 72 Stig

Elgin Baylor / Los Angeles Lakers – 1960 – 71 Stig

David Robinson / San Antonio Spurs – 1994 – 71 Stig

Wilt Chamberlain / San Francisco Warriors – 1963 – 70 Stig

 

Af þeim leikmönnum sem að ennþá spila í deildinni hefur leikmaður New York Knicks, Carmelo Anthony, skorað flest stig í einum og sama leiknum. Setti 62 stig í leik gegn Charlotte Bobcats þann 24. janúar árið 2014. Sem að kemur honum í 33. sætið á listanum yfir flest stig leikmanns í einum og sama leiknum.

 

Aðeins tveir aðrir leikmenn sem enn eru að spila hafa skorað 60 stig eða fleiri í leik. Lebron James gerði það fyrir Miami Heat árið 2014 og svo setti leikmaður Golden State Warriors, Klay Thompson, 60 stig gegn Indiana Pacers á síðasta tímabili.

 

81 stiga leikur Kobe Bryant:

 

 

Kobe talar um leikinn:

 

 

100 stiga leikur Wilt Chamberlain: