Shaquille O'Neal mun slást í hóp annarra Lakers goðsagna á borð við Kareem Abdul-Jabbar, Magic Johnson og Jerry West þegar reist verður 270 cm bronsstytta af kappanum fyrir utan Staples Center í Los Angeles.

 

Styttan mun sýna Shaq í kunnuglegri stellingu þar sem hann refsar körfuhringnum með troðslu eins og honum einum var lagið. Ekki nóg með að vera á þriðja meter og um hálft tonn þá verður hún hengd upp um þrjá metra í loftið, svo allt líti út í raunstærð.

 

Mikill heiður fyrir þennan mikla meistara sem haft hefur mikil áhrif á NBA deildina. Nú er bara spurning hvenær þessi stytta verður reist.