Sefton Barrett fyrrum leikmaður Snæfells hefur samið við Nokia í Finnland en liðið er um þessar munir í 6. sæti úrvalsdeildarinnar. Þjálfari og erlendur leikmaður Nokia voru látnir taka poka sinn um síðastliðna helgi og höfðu forsvarsmenn Nokia að því loknu strax samband við Sefton.

Leikmaðurinn komst að samkomulagi við Snæfell um að koma ekki aftur til félagsins eftir áramót en Snæfell situr á botni Domino´s-deildarinnar. Ingi Þór Steinþórsson þjálfari Snæfells sagði við Karfan.is að leit stæði nú yfir að nýjum erlendum leikmanni fyrir Hólmara fyrir átökin eftir áramót.

Mynd/ Sumarliði Ásgeirsson – Barrett í leik með Snæfell gegn Þór Akureyri.