Í jólamánuðinum gerir fólk fallega hluti og létu feðgarnir Jón Ingiberg Jónsteinsson og Róbert Elí ekki sitt eftir liggja í þeim efnum. Þeir gerðu sér lítið fyrir og smelltu í þetta líka fína perlulistaverk af goðsögn okkar íslensku körfuboltamanna í lifanda lífi: Pétur Guðmundsson.

 

Jón, sem er grafískur hönnuður að mennt, ætlaði fyrst að gera Patrick Ewing þar sem hann er Knicksari til fjölda ára en þeir ákváðu svo í sameiningu að perla Pétur Legend. "Bara taka perlurnar aðeins lengra," sagði Jón í spjalli við Karfan.is í dag. "Búið að perla nóg af jólahjörtum og skósveinum."

 

"Og Pétur er auðvitað Legend," bætti Jón við að lokum.

 

Þetta er til eftirbreytni, krakkar. Hjálpar til þegar biðin eftir jólunum verður óbærileg. Og ef þið ætlið að perla körfuboltatengt efni um jólin megið þið alveg senda okkur myndir af því á karfan@karfan.is