Fyrir leik Vestra og FSu í 1. deild karla í kvöld var ákveðið að öll innkoma leiksins myndi renna óskipt til Birkis Snæs Þórissonar, sem fagnar eins árs afmæli sínu þann 7. desember næstkomandi, en hefur verið að glíma við erfið veikindi undanfarið.

 

 

Faðir Birkis, Þórir Guðmundsson, spilaði með félaginu um margra ára skeið og var meðal annars fyrirliði þegar félagið sigraði 1. deildina árið 2010.

 

Í upphitun leiksins í kvöld gengu allir leikmenn Vestra ásamt þjálfara út úr salnum og röðuðu sér upp við miðasöluna þar sem þeir borguðu sig inn á leikinn.

 

Fyrir þá sem vilja leggja söfnuninni lið þá er reikningsnúmer hennar:
0556-26-100088 
Kt.250388-2339