Myron Dempsey var nokkuð sáttur með að vera koma aftur til Íslands ef marka mátti orð hans í samtali við Karfan.is  "Ég er mjög ánægður með þetta og að vera koma aftur til Íslands.  Það verður gaman að taka þátt í nýju ævintýri með nýju liði." sagði Myron. 

 

Njarðvíkingar hafa leitað lifandi ljósi af nýjum erlendum leikmanni sem fyllir í meiri hæð en þeir sem fyrir hafa komið. Í Myron telja þeir að þeir hafi fundið mann en Dempsey fyllir svo sannarlega þau skilyrði ef marka má tölur hans með Tindastól.  "Ég hef haldið mér í formi og spilað í Pro AM deildum hér í Bandaríkjunum. Ég tel mig var í fínu formi nú þegar þannig að ég hlakka bara til að koma og byrja að spila." sagði Dempsey að lokum.